Hvar endar þetta eiginlega???

Nú líst mér illa á það. Vá! Ég ætlaði ekki að trúa því þegar bensínið fór yfir 130 krónur og var svo bjartsýn að halda að þetta yrði lækkað aftur. Bjartsýn! En núna líst mér illa á þetta. Hvar endar þetta? Við þurfum að fara að minnka bílanotkun okkar því við höfum varla efni á því að setja bensín á bílinn lengur. Við fylltum tankinn síðustu helgi og borguðum 6360 fyrir. Þetta er klikkun! Hvar eru stjórnvöld??? Það er kominn tími til að þeir vakni. Það er ekki bara bensínið heldur mjólkin og öll matvara. Öll þessi nauðsynjavara. Hvernig á maður að lifa? Hvar endar þetta?
mbl.is N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú sleppur vel að fylla fyrir rúmar 6000. Ég þarf að punga út á tólfta þúsund fyrir fyllinguna og endi hana í c.a. 3 vikur. Ég bý á Akureyri eins og þú. Þegar ég keypti núverandi bíl fyrir tæpum 2 árum síðan kostaði fyllingin c.a. 8000 kr.

Þrasarinn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband