Gleði, gleði, gleði!!

Það var alveg yndislegt að fylgjast með fimm ára dóttur minni í morgun þegar hún sá snjóinn. Hún hefur nú aldrei verið svona snögg að klæða sig og drífa sig í kuldagallann LoL Þegar út var komið fór ég í bílinn og setti í gang og fór að sópa snjó af bílnum. Á meðan hljóp hún um allt bílaplanið við blokkina og hrópaði á mömmu sína að sjá snjóinn, "sjáðu snjóinn mamma!", "sjáðu þetta", "HEY! það er snjór á skónum mínum". Svona hlutir gefa lífinu gildi og mér hlýnaði umhjartarætur Wink

Mér finnst líka allt í lagi að fá snjó á Akureyri. Haustið hefur verið mjög fallegt og við heppin með veður. Dóttir mín á einmitt afmæli 29. september og þetta er í fyrsta skipti sem við höldum ekki uppá afmælið í snjó. Svo er líka fyrsti vetrardagur á laugardaginn Wink

 


mbl.is Hvít jörð á Akureyri og víða hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus!

Ég er bara orðlaus yfir þessu!! Ég hélt að þetta væri ekki hægt. Ég hélt að atvinnuleysisbætur væru bara fyrir fólk sem er atvinnulaust og á ekki bót fyrir boruna á sér. Vinkona mín þurfti að hafa mikið fyrir því að fá 70.000 á mánuði og svo sér maður svona frétt! Ég er bara orðlaus....
mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall

Þó að ég hafi vitað að þetta væri í aðsigi er ég samt leið. Patrick Swayze er einn af mínum uppáhaldsleikurum og myndin sem hann lék svo eftirminnilega í, Dirty Dancing, er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Eiginlega besta mynd allra tíma að mínu mati.

Hann greindist með krabbamein og tapaði þeirri baráttu. Blessuð sé minning hans. 

Ég vil heiðra minningu hans með því að horfa á Dirty Dancing í hundraðasta skiptið. Ég fór sjö sinnum á hana í bíó á sínum tíma, hef oft séð hana á video og svo var hún sýnd á SÝN fyrir nokkrum árum síðan og þá tók ég hana upp á spólu. Ég hef ekki séð hana til sölu á DVD.

Blessuð sé minning Patrick Swayze. 


mbl.is Patrick Swayze látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um vinnu....

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég ætla að gera í sambandi við vinnu. Ég er menntaður viðskiptafræðingur og þá myndi einhver segja mér að vinna við bókhald, vinna í banka eða eitthvað þessu tengt. Ég hef unnið í banka og vann í sama bankanum í tíu ár með skólanum. Þegar ég útskrifaðist kom í ljós að það var bara ekki lengur pláss fyrir mig þar og því var mér sagt upp. Ég hef reynt tvisvar að komast í vinnu þar eftir þetta, en bankinn breyttist í Kaupþing og við það komu inn nýir stjórnendur sem þekkja mig ekki neitt og ég hef ekki fengið vinnu þar eftir það. En svona er nú bara lífið.

Ég var líka að vinna í Hagkaup og líkaði það mjög vel. Ég vann reyndar myrkranna á milli þar til ég varð ófrísk. Eftir fæðingarorlof vil ég ekki vinna um helgar og helst bara til fjögur á daginn því bæði dagmömmur og leikskólar bjóða ekki lengri þjónustu en 8-5, enda er það alveg meira en nóg fyrir blessuð börnin. Nú! Ég hætti því alveg í Hagkaup, enda launin ekki góð fyrir viðskiptafræðing og menntun mín nýttist ekki sem skyldi. 

Ég vann í bókhaldi í rúmt ár og fannst gaman að bóka debet og kredit, EN mér fannst enn skemmtilegra að stemma af og ganga frá uppgjöri til endurskoðanda. En ég vil meira en bara bókhald, ég vil þurfa að snúast aðeins fyrir fyrirtækið út í bæ og senda fólki reikninga og rukka. Hafa samskipti við fólkið. 

Ég sótti um skrifstofustarf í fyrra og hefði getað fengið það, en ég lét drauminn minn um að vinna í verslun rætast í það skipti. Það fór aftur á móti á verri veg, en það er önnur saga.
Þetta skrifstofustarf bauð upp á launaútreikninga, skráningar í excel, hlaup út í bæ og samskipti við fólk. Ég sé eftir því að hafa ekki þegið það starf því að ég hætti í versluninni sökum álags og lélegs vinnuanda, og líka að ég vildi ekki fórna sumarfríinu með eiginmanninum og dótturinni og það hentaði ekki í fyrra, en núna er ég sáttari við það, vil öðlast þessa reynslu og geta skráð hana í starfsferilinn minn og þó að ég þurfi að vinna 8-4 en ekki 8-2 þá held ég að þessi sumarvinna henti mér bara mjög vel. Synd að hafa ekki möguleika á framtíðarstarfi.

Ég er líka til í að vinna úti í sumar. Þess vegna sótti ég bæði um sumarstarf í lystigarðinum og sem flokkstjóri eða leiðbeinandi í unglingavinnunni. Ég hef gríðarlega gaman af náttúrunni og að rækta blóm. Ég hef mínar efasemdir um eigin getu varðandi það að stjórna unglingum í unglingavinnunni, en tel mig samt vera það sterka að hafa það af. Ég held að það verði góð reynsla. 

En hvað svo?

Hvað gerist þegar þessu sumri lýkur???

Þá kem ég aftur að þessari gríðarlega stóru spurningu sem hefur angrað mig í þrjú ár, við hvað vil ég vinna??? 

Draumurinn hefur alltaf verið að vinna í verslun innan um fólk og hitta fólk og sinna því og spjalla við það því ég hef ríka þjónustulund. EN, eftir að hafa greinst með fæðingarþunglyndi og kvíðaröskun finn ég að það er ekki rétti staðurinn fyrir mig. Það er ekki gott að vinna í verslun og vera hræddur við kúnnana. Það er heldur ekki sniðugt að þurfa að vinna 10-6 og aðra hvora helgi þegar ég á dóttur sem þarfnast móður sinnar á kvöldin og um helgar. 

Ráðgjafinn minn hjá BYR stakk því að mér að nýta mér mína þekkingu og reynslu varðandi aðhald og kvíða. Ég hef tekið af mér 27 kíló á sex mánuðum, fyrir óléttuna nota bene, og leið frábærlega vel. Þá fékk ég þá flugu í höfuðið að gerast einkaþjálfari. 

Ég gæti alveg hugsað mér að gerast félagsráðgjafi og hjálpa fólki sem á við félagsfælni, kvíða og streitu að stríða eins og ég og að hjálpa því að ná þeim árangri sem ég hef náð. 

Ég er viðskiptamenntuð og get miðlað því. Ég get kennt stærðfræði, ensku, íslensku eða bókfærslu til dæmis. Ráðgjafinn minn lét mig taka áhugasviðspróf og ég fæ út úr því næsta mánudag. 

En núna hef ég valkvíða, hvað á ég að gera? Við hvað á ég að vinna? Hvað á ég að gera við líf mitt???

Þegar stórt er spurt er fátt um svör.


Mikið áfall

Þegar skammdegið er sem mest ríður yfir mikið áfall. Það á að loka Dagdeild Geðdeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Ég naut þeirrar blessunar að fá aðstoð Dagdeildar haustið 2007 eftir samtalsmeðferð við sálfræðing á Göngudeild Geðdeildar. Strax á fyrsta degi fann ég að ég var á góðum stað. Starfsfólkið er yndislegt og ég eignaðist þar góða vini sem ég hef samband við enn í dag og mun gera í náinni framtíð. Þegar ég var svo heppin að komast aftur út á vinnumarkað í vor voru það þau sem studdu mig og hvöttu mig áfram í þeim mikla sigri sem það er að fara aftur að vinna eftir bráttu við geðröskun. 

Á dagdeild eignaðist ég líka aðra vini sem eru notendur þessarar deildar. Við fórum sitt í hvora áttina eftir útskrift en höldum ávallt sambandi og höfum hist til að rifja upp veru okkar á dagdeild og til að deila sigrum og ósigrum eftir útskrift. 

Þessi sjúkdómur sem ég glími við heitir kvíðaröskun og ég fékk mikla hjálp á Dagdeild. Ég lærði að rækta hæfileika mína, líka hæfileika sem ég vissi ekki að ég hefði. Ég lærði tilfinningastjórnun, að setja mér markmið og verkefni fyrir vikuna og það mikilvægasta sem ég lærði er að þó að ég treysti mér ekki út fyrir hússins dyr í dag sökum kvíða, er best að taka lítil skref til að koma mér út og koma mér út því að mér líður svo mikið betur á eftir. Þessir smásigrar, að fara út úr húsi þó að mér líði ekki vel og takast á við að fara út. 

Þessi deild er yndisleg, starfsfólkið er yndislegt og ég kynntist vinkonu minni þar sem á við nákvæmlega sama vanda að stríða og ég og við höfum samband daglega bara til að athuga hvort við höfum ekki komist út úr húsi. Hún hefur stutt mig áfram því að hún er komin lengra í ferlinu. Hún sér sjálfa sig í mér eins og hún var fyrir nokkrum árum og getur því stutt mig áfram. 

Ég á líka góðan eiginmann og góða fjölskyldu sem styðja mig í minni baráttu við kvíðaröskun. En það sem ég fékk á Dagdeild er stuðningur fagfólks. 

Ég finn til með þeim sem voru búnir að fá pláss á Dagdeild en komast ekki að vegna lokunarinnar. Ég á það svolítið til að vilja bjarga heiminum og vildi óska þess að ég gæti komið þeim til aðstoðar sem þurfa á því að halda. 

Ég finn líka mjög mikið til með Kristjáni, Magnhildi, Steinunni, Jóhönnu og Svönu sem eru að missa vinnuna sína. Þau hjálpuðu mér öll hvert á sinn hátt. Ég færi þeim mínar hjartans þakkir og vona að þau hafi það sæmilegt þrátt fyrir áfallið. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af lokuninni var "hvað eiga þau nú að fara að gera?" Sérstaklega þó Svönu minni sem eldar bestu "nagla" súpu sem hægt er að fá.

Ég er mjög reið og sár yfir þessum niðurskurði og óska starfsfólkinu alls hins besta. 

Takk fyrir mig. 


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúðarkveðjur

Ótrúlegt. Rúnar Júl látinn. Hann var tekinn frá okkur of snemma.
Ég var ekki mikill aðdáandi en hlustaði á hann og eftir hann liggja margar perlur.

Hvíl í friði. 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU STRÁKAR!!!!!!!!!!!!!!!

HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ SIGURINN STRÁKAR!!!

Það var svakalega gaman að fylgjast með leiknum, þvílík leikgleði og árangurinn eftir því.

Ég trúi því varla að við komumst á verðlaunapall á ólympíuleikum! FRÁBÆRT!

Þetta var geðveikt og ég óska ykkur aftur hjartanlega til hamingju með sigurinn!

Ég sendi jákvæðar hugsanir til ykkar fyrir sunnudaginn. Það verður rosalega gaman að fylgjast með úrslitaleiknum og sjá ykkur stíga á verðlaunapall :)

Til hamingju.


TIL HAMINGJU STRÁKAR!!!!!!!!!!!!!!!!

Þetta var yndislegt, þetta var frábært, þetta var geðveikt!

Snilldar leikur og góður fyrir augað. Frábærir strákar!

Hjartanlega til hamingju með þetta frábæru strákar!!!

Við komumst á verðlaunapall :) Æðislegt!

Til hamingju, til hamingju, til hamingju :) Ég á ekki nógu stórt orð til að lýsa ánægju minni og Íslendinga. Það er frábært að fylgjast með rúv núna og sjá gleðina í andlitunum.

TIL HAMINGJU!


Áfram Ísland!!!!!!!!!!

Áfram Ísland!

Strákar, þið getið þetta alveg. Koma svo!

Hlýjar kveðjur að heiman

Þorgerður á Akureyri.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt

Þvílíkt og annað eins! Að ráðast á varnarlausan mann út af þúsund kalli og farsíma! Þetta kallar maður nú aumingjaskap.


mbl.is Ráðist á leigubílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband