This is my life

Ég er svo stressuð yfir vinnuviðtalinu á föstudag. Ég finn fyrir miklu óöryggi. Viðtalið gekk vel, það gekk svo vel að ég fór til foreldra minna og vina og sagði frá því hvað það gekk vel. En viðtalið var ekki "fullkomið". Ég svaraði öllum spurningum og fann að við vorum sammála um marga hluti. En mér finnst ég hafa verið of áköf og frosið þegar ég var beðin um að lýsa sjálfri mér.

Ég er að finna þessa tilfinningu að ég get ekki breytt þessu. Svona stendur þetta og ég stend og fell með því. Ég á að fá þessa vinnu, ég er hæf fyrir þessa vinnu. Þetta gengur vel. Ég er samt stressuð yfir útkomunni.

Til þess að stytta mér stundir ætla ég núna að hlusta á lagið "This is my life" því það er frábært. Það kemur mér í gott skap. Á svona stundu þegar biðin er löng og ég fer að efast um eigið ágæti geri ég ýmislegt til að halda jafnvægi og gleðjast. Það er til dæmis að hlusta á Eurovision lögin, Sálina hans Jóns míns og svo finn ég alltaf sápur til að horfa á í sjónvarpinu. Ég er þegar búin að fara út að hjóla með stelpuna á leikskólann.

Ég bíð spennt eftir hringingu frá versluninni og ef ég á að fá þessa vinnu þá fæ ég hana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Togga mín, ekki vera að ergja þig á viðtalinu núna og rífa sjálfa þig niður. Viðtalið er búið og ekkert meir um það að segja. Þú hefur pottþétt gert þitt besta og trúðu því.

Gangi þér vel í atvinnuleitinni. Kv. Heiður

Heiður (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband