Ég fékk vinnuna :)

Ég fékk vinnuna. Verslunarstjórinn hringdi í mig áðan og bauð mér vinnu og ég þáði hana auðvitað.

Ég fer að vinna í versluninni Toys'R'us á Glerártorgi. Ég verð deildarstjóri. Ég verð í 75% vinnu. Vinnutíminn er breytilegur, 10-16 og 12-18:30. Svo er vinna aðra hvora helgi. Þær helgar sem ég er í fríi fæ ég þriggja daga frí.

Ég þarf að fara suður í starfsþjálfun og flýg suður á miðvikudaginn. Verslunarstjórinn sækir okkur og við tékkum okkur inn á hótel. Gisting, flug og uppihald er innifalið. Ég þarf ekkert að punga út fyrir flugi eða gistingu. Ég er svo spennt fyrir þessu.

Ég er samt ennþá að ná þessu. Ég alveg hló og þurrkaði tárin þegar ég fékk símtalið. Ég trúði þessu ekki! En þetta er raunveruleiki og núna fæ ég að fara suður og læra inn á starfið.

Við komum svo heim miðvikudaginn 30 apríl eða föstudaginn 2 maí, það fer eftir því hversu dugleg við verðum að ná þessu. Þá tekur við strembinn tími, eða að koma upp eitt stykki verslun sem er 500fm og galtóm! Við stillum upp búðinni, röðum vörunum í hillur og skreytum. Það er alls konar dúllerí sem þarf að setja upp. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, en ég veit að við opnum 22 maí á Glerártorgi. Sama dag og Íslendingar taka þátt í Eurovision.

Ég er í skýjunum yfir þessu og trúi þessu varla. Ég þarf smá tíma til að ná þessu. En ég er mjög ánægð. Alveg geggjað!

Sæl að sinni.
Togga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband