Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ömurlegt

Þvílíkt og annað eins! Að ráðast á varnarlausan mann út af þúsund kalli og farsíma! Þetta kallar maður nú aumingjaskap.


mbl.is Ráðist á leigubílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki fyrr en 6 ágúst?

Hvernig stendur á því að það er ekki boðaður annar fundur fyrr en 6 ágúst? Gerir fólk sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta mál er?

Ég er mjög fegin að ég er ekki ófrísk, því ég er viðkvæm sál sem treystir á að allir séu á svæðinu þegar kemur að barnsfæðingu. Hver á þá að taka á móti barninu? Ég spyr eins og fáfróð manneskja Undecided

Ég vil taka fram að ég skil ekki þá sem eru að semja við ljósmæður, þær hafa allan minn stuðning til að fá leiðréttingu launa sinna. Þær eiga skilið há laun því að þær eru mjög mikilvægar í okkar lífi. Þeir sem semja við þær þurfa að leggja sig meira fram að mínu mati þó svo að ég hafi nú ekki verið viðstödd þessa fundi. Það verður að semja við ljósmæður, það verður að leiðrétta launin þeirra. Þær eru svo mikilvægar.

Upp fyrir ljósmæðrum.


mbl.is Árangurslaus samningafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband