Ömurlegur dagur, eða hvað???

Áður fyrr hefði ég skrifað "dagurinn var ömurlegur!"

Frekar segi ég núna, dagurinn nýttist ekki sem skyldi. Ég lagði mig þegar ég var búin að skutla dóttur minni á leikskólann og svaf til hádegis. Þá kom eiginmaðurinn heim og við borðuðum saman. Ég horfði svo á krúttlega mynd á Stöð 2 bíó sem heitir "Field of love" held ég með Kevin Costner og horfði svo á Nágranna á Stöð 2+. Þá var klukkan farinn að ganga þrjú og mér fannst dagurinn búinn. Ég setti samt upp andlit og fór og keypti í matinn. Þá var kominn tími til að sækja stelpuna. Mér líður illa yfir þessu og hef samviskubit. Núna sé ég hvað ég er farin að vera dugleg. Ég byrja daginn á þvi að draga frá gluggum, taka úr uppþvottavélinni, ganga frá leirtaui og ganga frá eftir morgunmat. Ég er mun virkari en ég hef verið. Það sem ég fann í dag kannski söknuður, eða ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sem sagt saknaði þess í dag að vera dugleg. Ég hef eytt svo miklum tíma í að ná mér uppúr myrkrinu. Núna sé ég ljósið. Ég sé hvað það skiptir miklu máli að vera virk. Þó að það sé bara að draga frá gluggum, búa um rúmið og ganga frá leirtaui frá því í gær. Þetta eru sjálfsögð verk í hugum sumra, en hefur verið gríðarlega erfitt fyrir mig og fleiri sem eiga við einhverja geðröskun að stríða.

Ég er sátt við að fara að sofa því ég veit að morgundagurinn verður betri. Hann verður betri því ég vel að byrja hann á því að draga frá gluggunum. Þá birtir i íbúðinni og ég vakna. Ég vakna til lífsins og bíð spennt eftir deginum.

Það er gott að vera til :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband