Eurovision í kvöld
20.5.2008 | 08:53
Ég mæli með Eurovision í kvöld. Það eru nokkur hörkugóð lög í kvöld og ég hef trú á því að þar sé vinningslagið á ferð. Ég vil ekki gera lítið úr Regínu og Friðrik, en ég sé ekki fyrir mér að Ísland vinni. Það er einhvern veginn svo óraunverulegt að okkar litla land vinni keppnina. Þau lenda í topp 5, en ég er ekki viss um að þau vinni. Ég yrði að sjálfsögðu ánægðust með okkar sigur, en mér finnst það svo óraunverulegt.
Topp fimm í kvöld eru að mínu mati Grikkland, Rússland, Noregur, Armenía og Ísrael. Það eru mörg rosalega góð lög en þetta er topp fimm. Ég vona að Írland nái ekki að komast upp úr riðlinum með syngjandi kalkún en margt skrítið hefur gerst. Svo eru Eistarnir með grín líka, tveir eldri karlmenn í gulum og bláum jakkafötum að syngja eitthvað grín.
Góða skemmtun í kvöld. Ég veit að ég skemmti mér vel og ekki trufla mig á meðan!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.