Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Mikið áfall
31.12.2008 | 11:05
Þegar skammdegið er sem mest ríður yfir mikið áfall. Það á að loka Dagdeild Geðdeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Ég naut þeirrar blessunar að fá aðstoð Dagdeildar haustið 2007 eftir samtalsmeðferð við sálfræðing á Göngudeild Geðdeildar. Strax á fyrsta degi fann ég að ég var á góðum stað. Starfsfólkið er yndislegt og ég eignaðist þar góða vini sem ég hef samband við enn í dag og mun gera í náinni framtíð. Þegar ég var svo heppin að komast aftur út á vinnumarkað í vor voru það þau sem studdu mig og hvöttu mig áfram í þeim mikla sigri sem það er að fara aftur að vinna eftir bráttu við geðröskun.
Á dagdeild eignaðist ég líka aðra vini sem eru notendur þessarar deildar. Við fórum sitt í hvora áttina eftir útskrift en höldum ávallt sambandi og höfum hist til að rifja upp veru okkar á dagdeild og til að deila sigrum og ósigrum eftir útskrift.
Þessi sjúkdómur sem ég glími við heitir kvíðaröskun og ég fékk mikla hjálp á Dagdeild. Ég lærði að rækta hæfileika mína, líka hæfileika sem ég vissi ekki að ég hefði. Ég lærði tilfinningastjórnun, að setja mér markmið og verkefni fyrir vikuna og það mikilvægasta sem ég lærði er að þó að ég treysti mér ekki út fyrir hússins dyr í dag sökum kvíða, er best að taka lítil skref til að koma mér út og koma mér út því að mér líður svo mikið betur á eftir. Þessir smásigrar, að fara út úr húsi þó að mér líði ekki vel og takast á við að fara út.
Þessi deild er yndisleg, starfsfólkið er yndislegt og ég kynntist vinkonu minni þar sem á við nákvæmlega sama vanda að stríða og ég og við höfum samband daglega bara til að athuga hvort við höfum ekki komist út úr húsi. Hún hefur stutt mig áfram því að hún er komin lengra í ferlinu. Hún sér sjálfa sig í mér eins og hún var fyrir nokkrum árum og getur því stutt mig áfram.
Ég á líka góðan eiginmann og góða fjölskyldu sem styðja mig í minni baráttu við kvíðaröskun. En það sem ég fékk á Dagdeild er stuðningur fagfólks.
Ég finn til með þeim sem voru búnir að fá pláss á Dagdeild en komast ekki að vegna lokunarinnar. Ég á það svolítið til að vilja bjarga heiminum og vildi óska þess að ég gæti komið þeim til aðstoðar sem þurfa á því að halda.
Ég finn líka mjög mikið til með Kristjáni, Magnhildi, Steinunni, Jóhönnu og Svönu sem eru að missa vinnuna sína. Þau hjálpuðu mér öll hvert á sinn hátt. Ég færi þeim mínar hjartans þakkir og vona að þau hafi það sæmilegt þrátt fyrir áfallið. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af lokuninni var "hvað eiga þau nú að fara að gera?" Sérstaklega þó Svönu minni sem eldar bestu "nagla" súpu sem hægt er að fá.
Ég er mjög reið og sár yfir þessum niðurskurði og óska starfsfólkinu alls hins besta.
Takk fyrir mig.
Uppsagnir á geðdeild FSA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samúðarkveðjur
5.12.2008 | 14:33
Ótrúlegt. Rúnar Júl látinn. Hann var tekinn frá okkur of snemma.
Ég var ekki mikill aðdáandi en hlustaði á hann og eftir hann liggja margar perlur.
Hvíl í friði.
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)