Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hvar endar þetta eiginlega???
28.3.2008 | 15:48
Nú líst mér illa á það. Vá! Ég ætlaði ekki að trúa því þegar bensínið fór yfir 130 krónur og var svo bjartsýn að halda að þetta yrði lækkað aftur. Bjartsýn! En núna líst mér illa á þetta. Hvar endar þetta? Við þurfum að fara að minnka bílanotkun okkar því við höfum varla efni á því að setja bensín á bílinn lengur. Við fylltum tankinn síðustu helgi og borguðum 6360 fyrir. Þetta er klikkun! Hvar eru stjórnvöld??? Það er kominn tími til að þeir vakni. Það er ekki bara bensínið heldur mjólkin og öll matvara. Öll þessi nauðsynjavara. Hvernig á maður að lifa? Hvar endar þetta?
N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)