Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Gleði, gleði, gleði!!

Það var alveg yndislegt að fylgjast með fimm ára dóttur minni í morgun þegar hún sá snjóinn. Hún hefur nú aldrei verið svona snögg að klæða sig og drífa sig í kuldagallann LoL Þegar út var komið fór ég í bílinn og setti í gang og fór að sópa snjó af bílnum. Á meðan hljóp hún um allt bílaplanið við blokkina og hrópaði á mömmu sína að sjá snjóinn, "sjáðu snjóinn mamma!", "sjáðu þetta", "HEY! það er snjór á skónum mínum". Svona hlutir gefa lífinu gildi og mér hlýnaði umhjartarætur Wink

Mér finnst líka allt í lagi að fá snjó á Akureyri. Haustið hefur verið mjög fallegt og við heppin með veður. Dóttir mín á einmitt afmæli 29. september og þetta er í fyrsta skipti sem við höldum ekki uppá afmælið í snjó. Svo er líka fyrsti vetrardagur á laugardaginn Wink

 


mbl.is Hvít jörð á Akureyri og víða hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus!

Ég er bara orðlaus yfir þessu!! Ég hélt að þetta væri ekki hægt. Ég hélt að atvinnuleysisbætur væru bara fyrir fólk sem er atvinnulaust og á ekki bót fyrir boruna á sér. Vinkona mín þurfti að hafa mikið fyrir því að fá 70.000 á mánuði og svo sér maður svona frétt! Ég er bara orðlaus....
mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband