Skemmtileg saga :)
16.4.2008 | 09:42
Ég vakna og labba með dóttur mína á leikskólann. Kem heim og ákveð að fara í sund. Ég sé að ég get tekið strætó sem fer niður í bæ og svo beint upp á brekku. Flott, þá get ég tekið strætó í sund og svo aftur heim. Ég er að fara í viðtal hjá Capacent klukkan 11 og næ þessu flott. Ég fer í strætó og er kominn í sund um tuttugu mínútur yfir níu. Syndi 10 ferðir og leggst í heita pottinn í tíu mínútur. Nema hvað, klukkan er þá að verða tíu. Ég fer uppúr og klæði mig, mála og blæs hárið. Tek eftir því að klukkan er þá orðin hálfellefu. ÚPs! Viðtalið eftir hálftíma. Hvað nú??? Ég get svo sem tekið strætó niður í Glerárgötu þar sem viðtalið er. Nei, ég er í gallabuxum og rauðri peysu sem passar engan veginn í vinnuviðtal. Hvað geri ég?? Ég hringi á leigubíl. Ég tek leigubíl heim og skipti um föt og keyri niður í Glerárgötu. Negli viðtalið algjörlega.
Boðskapur sögunnar, það borgar sig ekki alltaf að taka strætó því það er tímaþjófur og ég hefði frekar átt að fara á bílnum í sund þó að bensínið sé orðið svona dýrt, því leigubíllinn kostaði mig 950 krónur!
Ha, ha, ha, ha, gott á mig!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.