Allt á fullu í vinnuleitinni

Ég er búin að vera svo dugleg að sækja um vinnu að ég get tekið lífinu með ró næstu daga á meðan ég bíð eftir því að heyra frá vissum aðilum.

Elsku besta mamma mín á afmæli í dag og ég sendi henni mínar bestu afmæliskveðjur.

Bogi Pétursson er núna á sjúkrahúsi og ástandið lítur ekki vel út núna. Hann hresstist við á mánudaginn og fór aðeins fram úr rúminu. Hann er núna kominn á lyfjadeild, var á gjörgæslu, og tengdó fór til hans í gær og var heldur niðurdreginn eftir það. Bogi er ennþá með grímuna yfir andlitinu. Valgeir mágur kemur í dag til Akureyrar að afhenda íbúðina sína og ætlar þá að kíkja á hann. Ég er að hugsa um að fara með Valgeiri.

Ég er á fullu í kvenfélagsstörfum þessa dagana. Við sem erum í fjáröflunarnefnd og skemmtinefnd hittumst á mánudagskvöld og skipulögðum laugardaginn. Þá er aðalfundur Kvennafélaga í Eyjafirði. Það er líka fundur hjá Baldursbrá annað kvöld og ég fer á hann. Svo sjáum við um kaffi eftir messu á Sumardaginn fyrsta sem er í næstu viku og á Uppstigningardag sem er 1 maí. Ég hlakka til að taka þátt í þessu öllu saman. Það er reyndar spurning um að vinna annað hvort á Sumardaginn fyrsta eða 1 maí því að ég er að verða ansi dugleg í kvenfélaginu. Ég verð að setja mörk og láta ekki vaða yfir mig.

Svo líður mér vel. Það er farið að vora og sólin skín í dag á afmælinu hennar mömmu minnar. Það er gott að vera til. Ég fór í smá makeover um daginn og lét setja strípur í hárið og laga augabrúnirnar. Þetta er svo gott fyrir sálina og svo fékk ég hrós á tveimur stöðum sem ég sótti um vinnu. Mér var sagt að ég líti svo vel út og að það geisli af mér Blush gosh maður!

Sæl að sinni.
Togga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh ætla einmitt í sund á eftir (sbr. fyrri færslu), þegar ég tek pásu í verkefnavinnu. Ætla svo að hitta stelpurnar aftur í kvöld. Hlakka til að heyra hvað kemur úr viðtalinu. Og mundu Togga mín, við erum ekkert nema við gerum eitthvað fyrir okkur sjálf td eins og fara í sund, liggja í heita pottinum og eyða peningum í strípur og annað slíkt;o) sjálf nýbúin að eyða stórfé í það hahaha.

Kolla (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband