Við komumst áfram!

Ég er sannfærð um það að Ísland kemst áfram í kvöld. Ef Eurobandið kemst ekki áfram er mikið í gangi því að þau lifa fyrir þetta og það skín af þeim öryggið og þau eru vel undirbúin. Þeim hlakkar líka sjálfum svo til að ég veit að þau brillera algjörlega.

Annars var ég sannspá með fyrri riðilinn þar sem Grikkland, Rússland, Ísrael, Noregur og Armenía komust áfram. Ég vildi líka fá Slóveníu, Belgíu, Pólland og Andorru áfram en Pólland var eina landið af þeim sem komst áfram. Þegar Finnland kom á sviðið áttaði ég mig á því að þeir voru með allt öðruvísi lag en hinir og það komst áfram. En Aserbajdan finnst mér ekkert sérstakt og Bosníu lagið algjör brandari. 

Í kvöld er stóra stundin runnin upp. Íslendingar komast áfram, ég hef enga trú á öðru. Að mínu mati komast svo Sviss, Búlgaría, Lettland og Macedonia áfram. Þetta er topp fimm að mínu mati. Þar fyrir utan gæti ég trúað að Ungverjaland, Svíþjóð, Tékkland, Malta og Kýpur komist áfram.

Góða skemmtun í kvöld og ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Togga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband