Við verðum í topp fimm

Ég var ekki sannspá fyrir seinni riðilinn og var að velta fyrir mér hvort ég hefði verið að horfa á eitthvað annað en hinir....

Ég veit að við lendum í topp fimm og með okkur verða Grikkland, Noregur og Rússland. Að mínu mati verða Rúmenía, Albanía, Armenía, Ísrael, Portúgal, Serbar og Lettland í topp tíu.

Grikkland er með hrikalega gott lag en hún var ekki alveg nógu sterk á sviðinu í gærkvöldi. Norska söngkonan er mjög örugg og svakalega flott og með góðan texta. Rússinn er bara flottur, sætur strákur sem syngur mjög vel en mér fannst skautadansarinn ekki eiga heima þarna. Mér finnst þeir reyna of mikið og það fellir þá. En söngvarinn er æðislegur. Rúmenía er með fallega ballöðu og það skín af þeim ástríðan. Mér fannst lagið frá Albaníu ekkert sérstakt þangað til ég sá hana flytja það á sviðinu í gærkvöldi. Þar er svakalega góð söngkona á ferð. Qele, Qele frá Armeníu er mjög gott lag og vel sungið og flott. Jafnvel sigurlag ef marka má það sem Sigmar sagði í sjónvarpinu. Ísrael sendir sætan strák að syngja fallegt lag. Mér finnst þó Rússinn flottari. Portúgalska söngkonan er stór og hún er með stórt og mikilfenglegt lag. Hún verður ofarlega. Serbar eru með mjög gott lag og væru vísir til að vinna aftur. Geðveikur kjóllinn sem hún er í í myndbandinu. Lettar eru með hresst og skemmtilegt lag og skemmtilega sviðsframkomu og lenda ofarlega.

Áfram Ísland. Þau geta alveg unnið þetta, gott lag og góðir söngvarar. Frábær myndvinnsla í gærkvöldi og ég hafði mjög gaman af þeim. Salurinn var líka alveg með þeim. Mjög gott mál. Þau geta unnið þetta en mér finnst það of gott til að vera satt. Svo er annað, ef við vinnum, fer þá litla Ísland á hausinn við að halda þetta að ári? Áfram Eurobandið. Þið getið þetta. Ég sendi ykkur strauma. Þið eruð frábær!

Við vinnum! Við getum unnið! Áfram Ísland!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband